 
Almennar öryggisupplýsingar
Fara skal að öllum staðbundnum 
lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar 
til að stýra reiðhjólinu á ferð. 
Umferðaröryggi skal ganga fyrir þegar 
hjólað er. Aðeins skal nota vöruna ef 
það er öruggt miðað við ferðaskilyrðin.
Þegar varan er sett upp skal ganga úr 
skugga um að hún hafi ekki áhrif 
á stýris- eða hemlunarbúnað 
reiðhjólsins.
 
ÍSLENSKA
Tryggðu að varan sé ekki fest þannig 
að notandi rekist í hana við slys eða 
árekstur.
Við lengri aðgerðir eða í miklum hita 
getur hleðslutækið eða rafallinn 
hitnað mikið. Ekki skal snerta rafalinn 
í nokkrar mínútur eftir langar ferðir.
Röng uppsetning getur valdið því að 
rafallinn detti milli teina hjólsins og 
festi hjólið. Þegar hjólað hefur verið 
nokkra kílómetra skal ganga úr skugga 
um að rafallinn sé enn tryggilega 
fastur. Þetta skal athuga í hvert sinn 
áður en hjólið er notað.
Röng uppsetning rafalsins veldur því 
að viðnámið eykst mikið og dekk 
eyðast hratt meðan hjólað er.
Ekki skal reyna að tengja hleðslutækið 
við farsímann og hvorki skal hringja úr 
honum né svara símtölum á meðan 
hjólað er.