 
Inngangur
Með Nokia-hleðslubúnaðinum getur 
þú hlaðið rafhlöðuna í samhæfa 
Nokia-símanum þínum með 
flöskurafalnum sem festur hefur 
verið á reiðhjólið.
Settu búnaðinn upp, tengdu 
hleðslutækið við 2,0 mm 
hleðslutengið á farsímanum og 
hjólaðu af stað, með rafalinn upp 
við dekkið.
Þessi búnaður er hannaður fyrir 
venjuleg reiðhjól.
Hægt er að nota hann í torfærum 
ef hleðslutækið og farsíminn eru 
tryggilega fest við reiðhjólið.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega áður 
en þú setur upp og notar vöruna. Lestu 
einnig notendahandbók reiðhjólsins 
og Nokia-tækisins sem þú tengir við 
búnaðinn.
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. 
Þá skal geyma þar sem lítil börn ná 
ekki til.
Viðvörun: Tengi tækisins 
geta innihaldið lítið magn 
af nikkel. Fólk með 
nikkelofnæmi gæti fengið einkenni 
ef tengin eru í viðvarandi snertingu 
við húðina.
 
ÍSLENSKA