 
Rafhlaðan hlaðin með rafalnum
Gakktu úr skugga um að hleðslutækið 
sé tengt við farsímann.
Ýttu á handfang rafalsins svo að 
núningskeflið snerti dekkið.
Byrjaðu að hjóla á hraða yfir 6 km/klst., 
sem er venjulegur gönguhraði. Ef þú 
hjólar of hægt í byrjun er ekki víst að 
hleðslan hefjist, jafnvel þótt þú aukir 
hraðann. Ef svo er skaltu nema staðar 
og losa hleðslusnúruna frá farsímanum 
í nokkrar sekúndur.
Ekki er víst að afkastageta rafalsins 
nægi til að hlaða símann ef 
Bluetooth-höfuðtól er tengt við 
hann á meðan hjólað er.
Ef tækið virðist ekki hlaða 
Nokia-símann skaltu taka snúru 
hleðslutækisins úr sambandi við 
hleðslutengið og stinga henni svo 
aftur í samband eftir nokkrar sekúndur.